Um okkur

Fyrirtækið sem nú heitir Brohall & Son var stofnað árið 1956 undir nafninu Eklöws barnaföt. Clary Eklöw seldi saumavélar í fjóra tíma á dag á meðan heimaskóli fór fram og í þessum heimsóknum hitti Clary Eklöw margar hæfileikaríkar heimasaumakonur sem gátu vel hugsað sér að sauma eftir pöntun, ef þeim byðist það. Clary sá tækifærið og tók Lennart eiginmann sinn með í ferðalag til Suður-Evrópu til að fá innblástur.

Með láni upp á 2000 sænskar krónur, sem strax voru notaðar til að kaupa klæði úr Boras, var fyrirtækið stofnað í kjallara við Södraveginn í Varberg. Eklöws gerði tvær vörulínur fyrir aldurinn 3-14 ára, með aðaláherslu á stelpur. Kannski vegna þess að Clary saumaði sjálf fötin á Carinu dóttur sína þegar hún var lítil. Systkinafötin voru vinsæl, þau voru bæði fyrir stráka og stelpur.

Viðskiptin uxu og þau fluttuá heimili foreldra Clarys, kjörbúð í Lingome í nágrenni við Varobacka. Það þjónaði sem bæði heimili og verksmiðja, með 35 starfsmenn þegar mest var. Þar að auki voru um 50 manns í vinnu í arðbærri verksmiðju í mekka fataiðnaðarins, Borås. Þegar mest var voru framleiddar 100 þúsund flíkur á ári.

Eklöws fjárfesti ávallt í sígildum hágæðafötum úr náttúrulegum efnum. Með einkunnarorðin tímalaus, klassísk og rómantísk var snemma sótt á erlend mið. Fatnaðurinn var aldrei sá ódýrasti, en alltaf af miklum gæðum og mjög endingargóður. Mörg fötin eru notuð enn í dag af þriðju kynslóð notenda. Gott dæmi er Svíþjóðarkjóllinn, kjóll undir áhrifum frá Týról, sem selst hefur í meira en hálfri milljón eintaka. Eftir að Silvía drottning féll fyrir sýningarlínu á sýningu í Stokkhólmi varð Eklöws konunglegur klæðskeri árið 1984.

Dóttir Clary Eklöw, Carina Brohall, kom snemma inn í fyrirtækið og hannaði haustið 1988 sína fyrstu fatalínu, töff og nýtískulega línu fyrir stráka. Eða eins og maður skrifar; fyrir minni herra. 1989 drógu Clary og Lennart Eklöw, sem alltaf höfðu stýrt fyrirtækinu, sig í hlé og seldu fyrirtækið. Carina Brohall tók við og vann undir eigin nafni, Carina Brohall hönnun og í dag er félagið rekið af syni hennar David Brohall, undir nafninu Brohall & Son. Clary Eklöw er enn virk í bransanum.